Strax í dag

„Krefjumst aðgerða í geðheilbrigðismálum. Við erum þrýstihópur.
Ekki þjónusta. Engin loforð. Heiðarlegt gagnsæi og mælanlegar kröfur.“

Í minningu Bríetar Irmu Jónudóttur og Almars Yngva Garðarssonar

Styrka verkefnið

Strax í dag er nýtt
samfélags-verkefni um geðheilbrigði.

Við viljum tryggja úrræði sem grípa áður en allt fer úr skorðum.
Þetta snýst um líf, reisn og raunverulega þjónustu fyrir fólk í neyð.

Þetta er ekki hefðbundin vitundarvakning til almennings. Þetta er krefjandi samtal við þá sem bera ábyrgð, ráðherra, embættisfólk og stjórnendur.

Síðan er í vinnslu hér munu birtast gögn, pistlar, viðtöl og lausnir
sem þarf að hrinda í framkvæmd strax í dag.

Tilgangur

Knýja fram framkvæmanlegar lausnir og gagnsæi í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Setja skýra pressu á ráðherra, embættisfólk og stjórnendur til að færa úrræði nær fólki og bjarga mannslífum.

Gagnsæi og gögn

Allt byggir á frumheimildum. Við birtum staðreyndir með skýrum tilvísunum og dagsetningu gagna. Aðferð er skýr og leiðréttingar birtast þegar þær liggja fyrir. Uppfærslur verða merktar skýrt án loforða um tímasetningar.

Samráð við fólk

Stefna er mótuð með notendum og aðstandendum frá upphafi. Fólkið sem nýtir þjónustuna er ekki tölur á blaði heldur raddir sem eiga heima við borðið. Reynsluþekking notenda og opinber gögn vega jafnt þegar úrræði eru valin og árangur metinn.

Aðhald og pressa

Við krefjumst skuldbindinga með dagsetningum og mælikvörðum þegar þær eru gefnar. Við birtum svör og stöðu mála á vefnum svo almenningur sjái hvað hefur raunverulega gerst. Ef frávik koma upp köllum við eftir skýringum og aðgerðum.

Fjölmiðlar

Við viljum efla málefnalega umfjöllun um geðheilbrigði. Við gerum frumheimildir og viðmælendur aðgengileg fyrir fréttafólk og bjóðum í opið samtal. Markmiðið er skýr framsetning, mannlegar sögur og ábyrgt aðhald án stimplunar. Fjölmiðlar geta haft samband á stjorn@straxidag.is

Eftirfylgni

Við skráum loforð stjórnvalda og stofnana, þar með talið dagsetningar sem þau gefa upp, og fylgjum þeim eftir opinberlega. Við birtum stöðu mála og skýran samanburð á því sem var heitið og því sem hefur verið gert. Ef frávik koma upp greinum við ástæður sem liggja fyrir, setjum fram næstu skref og köllum eftir ábyrgð.

Aðgengi að meðferð

Sálfræðimeðferð á að vera aðgengileg óháð efnahag. Við þrýstum á lausnir sem virka í raun, ekki falleg orð á blaði.

Bráðaþjónusta

Áfallateymi í boði og hjálparsími allan sólarhringinn um land allt. Markmið er að grípa fólk áður en allt fer úr skorðum. Samhæfð tenging við bráðamóttökur og heilsugæslu styttir leiðina í öruggt úrræði.

Fjármögnun

Verkefnið er rekið á frjálsum framlögum og styrkjum. Steindór Þórarinsson gefur alla vinnu við stofnun og uppbyggingu. Jón Haukdal Þorgeirsson leggur til kennitölu slf og sér um myndbandagerð. Hugskot sér um uppsetningu vefsins án endurgjalds.

“Geðræn veikindi eru ekki eitthvað sem má misskilja nú á tímum. Fræddu þig, því fordómar eru ekkert frábrugðnir kynþáttafordómum.” ― Shannon L. Alder

Okkar loforð

Við segjum sannleikann eins og gögnin og sögur fólks sýna. Við stöndum með fólki.
Við leggjum fram lausnir sem hægt er að framkvæma.

Við gefumst ekki upp.
Við viljum breytingar strax í dag.

„Við myndum aldrei segja við einhvern með brotinn fótlegg að hætta sjálfsvorkun og taka sig saman. Við lítum ekki á það sem neitt til að skammast sín fyrir að taka lyf við eyrnabólgu. Við ættum ekki að líta öðruvísi á geðheilbrigðisvanda.“ - Michelle Obama

STYRKJA

Um okkur

Strax í dag er sjálfstætt samfélagsverkefni sem knýr fram aðgerðir og gagnsæi í geðheilbrigðismálum. Við setjum málefnalega en óhikaða pressu á þá sem bera ábyrgð til að færa úrræði nær fólki og bjarga mannslífum. Verkefnið er knúið af frjálsum framlögum og sjálfboðavinnu.

Afstaða

Ég trúi því að með festu, auknu fjármagni og því að hlusta á notendur þjónustu og aðstandendur sparist gríðarlegir fjármunir í ríkissjóð og mannslíf bjargist. Þetta er bæði mannúð og skynsemi.

Aðdragandi

Ég setti inn minningarorð um Bríet Irmu og gagnrýndi bilað kerfi. Viðbrögðin voru yfirþyrmandi. Hundruð skilaboða bárust, sársaukafullar og skýrar frásagnir. Pistill á Vísi fór í mest lesið og pósthólfið fylltist. Fólk stoppaði mig úti á götu til að segja sína sögu. Flestir voru aðstandendur sem eru búnir að bugast. Börn eru of oft ekki gripin í tæka tíð.

Í minningu

Við krefjumst skuldbindinga með dagsetningum og mælikvörðum. Við birtum svör og stöðu mánaðarlega svo almenningur sjái hvað hefur raunverulega gerst.

Persónuleg reynsla

Ég þekki kerfið sjálfur vegna ADHD og sem aðstandandi. Ég er heppinn með sterkt bakland en mér blöskraði fjöldinn af sögum þar sem fólk fékk ekki þá þjónustu sem það þurfti. Það varð kveikjan að Strax í dag.

Ábyrgð

Við berum öll ábyrgð. Með þessu vil ég auka umfjöllun, brjóta niður tabú og skömm, fyrst og fremst innan kerfisins en líka í samfélaginu. Margir hafa skrifað mér: „takk fyrir að segja það sem ég þori ekki“ og „takk fyrir að tjá þig um það sem ég má ekki“. Þar sem ég hef sterkan stuðning vil ég vera rödd þeirra sem geta ekki tjáð sig eða standa ein.

Af hverju núna

Of margir bíða. Of margir upplifa fordóma í kerfinu. Aðstandendur brenna út. Fagfólk vinnur við stöðugt álag. Við látum ekki nægja að tala um vandann. Við krefjumst lausna sem hægt er að setja í gang strax í dag.

Okkar Gildi eru: Mannúð / Virðing / Gagnsæi / Ábyrgð!

Samfélag er mælt í því hvernig það mætir þeim sem stendur veikast. Ef við snúum okkur undan erum við hluti vandans. Við berum öll ábyrgð.

——————————————
Stofnandi og ábyrgðarmaður

Steindór Þórarinsson
Markaðsráðgjafi og Viðurkenndur markþjálfi
stjorn@straxidag.is

Eftirtalin fyrirtæki hafa stutt verkefnið

Vefur setur upp og gefin af Hugskot